Dagur 2 - still good

Gærdagurinn fór ekki alveg eins og planað en við fórum í matarboð í staðinn fyrir að elda heima. Ég stóð samt við planið og át ekkert nema hreint lambakjöt með soði! Meðlætið var hrikalega girnilegt en því miður ekki paleovænt. Dósa ávextir í þeyttum rjóma, grænar baunir úr dós, laufabrauð og maizena brún sósa. Þess má geta að allt meðlætið er á BANNLISTA. Hinsvegar þurfti ég að bæta við grænmeti til að fullkomna máltíðina en það hálfpartinn gleymdist þegar ég kom heim og stuttu síðar fór bara að sofa.

   Ó þú yndislegi sykurdjöfull sem sefur aldrei, það var beiley´s frómas terta í eftirrétt sem ég þráði svo heitt að fá bara örlítið smakk, þessi yndislegi vel lyktandi eftirréttur. En nei, ég stóðst freistingarinnar og drakk vatnsglas. Ég verð að segja að þetta var mjög erfitt andlega og löngunin var mikil, um leið og ég var komin út úr húsinu og í bílinn var mun auðveldara að gleyma þessari tertu og freistingin hvarf. Out of sight out of mind!

 

photo_1_1225290.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagurinn í dag byrjaði bara nokkuð vel, ég vaknaði eldhress kl 08:00 og fékk mér morgunmat sem samanstóð af beikoni, eggjum og kaffi. Þar sem mér finnst kaffi mjög beiskt án mjólkur og of væmið með sætuefnum út í ákvað ég að fara eftir einu ráði sem samstarfsfélagi minn benti mér á. Eruði tilbúin fyrir gríðarlegt leyndarmál? Haldið ykkur fast því þetta mun sprengja hugann ykkar!

Kókosolía!

Jébb þið lásuð rétt kókosolía er guðdómleg út í kaffið. Fyrsti sopinn sem ég tók á ævi minni af kaffi með kókosolíu var frekar skrítinn en síðan varð þetta bara betra og betra með tímanum, ég mæli 100% með þessu ef þið getið ekki drukkið kaffi alveg svart en langar samt í paleovænt kaffi. Ég set næstum því 1 tsk út í kaffið og beiskjan er sama sem horfin (sjá mynd).

 photo_3-1_1225288.jpgphoto_2-1_1225287.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er fyrsti dagurinn minn í nýrri crossfitstöð. Ég hef þurft að bíta í það súra að fara frá yndislegu stöðinni minni crossfit Katla yfir í mjög spennandi crossfit Reykjavík. Ég mun mjög mikið sakna allra í Kötlu enda yndisleg stöð í alla staði með frábærum þjálfurum, æfingafélugum og geggjaðri aðstöðu en því miður þá þarf maður að aðlagast breyttum aðstæðum og vinna með lausnirnar sem eru í boði og besta leiðin til þess er að gera það með jákvæðu hugarfari og bros á vör :)

Matseðill dagsins:

Morgunmatur:

2 pönnusteikt egg (steikt upp úr OliveOil)

4 strimlar beikon steikt í ofninum

1 bolli kaffi með 1/2 tsk kókosolíu

Hádegismatur:

Fullur diskur af -> Kál, spínat, papriku, 5 svartar ólífur, fetaosti með olíu(lítið af osti) - parmesan ostur stráður yfir (lítið)

2 harðsoðin Egg

1 fjölvítamín, kalk + magnesíum, ALA (Alpha Lipoic Acid) og D-vítamín

 

photo_4-1_1225286.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kaffitími (1.5klt fyrir æfingu)

1 banani

25g prótein sjeik hrærður út í vatn

1 skófla Glútamín

pre workout (AMIN-O) (45mín fyrir æfingu) ég pissa svo mikið af þessu dóti.

Kvöldmatur beint eftir æfingu:

Fiskurinn sem átti að vera í gær og meðlætið með því :)

1 Skófla Glútamín fyrir svefninn.

Ég fer nánar út í fæðurbótarefnin sem ég nota í annari færslu. Stay tuned.

Góðar upplýsingar um hvað Whole30 snýst um:

http://crossfitreykjavik.is/index.php?option=com_content&view=article&id=10&Itemid=114

 

ps. ég virðist ekki getað sett myndirnar inn öðruvísi en á hlið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mega dugleg :) þegar ég tók paleo 100% í fyrra í nokkra mánuð (var svo ca 80%) reyndist mér best að byrja "rólega" tók td fyrst alveg út sykur...svo viku seinna brauðmeti..svo kornmeti osfrv og eftir ca 4 vikur var ég orðin 100% og það er æði. Ætla gera þetta þannig núna aftur en hraðari tröppun þar sem ég er orðin vön, er byrjuð að trappa mig niður eftir jólaát og í lok næstu viku verð ég 100%

Solla 2.1.2014 kl. 14:46

2 Smámynd: Eyrún Linda Gunnarsdóttir

Þú ert ofur sniðug! Ég henti mér bara út í djúpulaugina! :P Það væri ekki vitlaust fyrir nýgræðinga að nýta sér þína aðferð :)

Eyrún Linda Gunnarsdóttir, 2.1.2014 kl. 22:23

3 identicon

Hentaði mér allavega mjög vel og ég entist að ég tel mu lengur 100 % og var öruggari að leyfa mér svo eitthvað"sukk" öðru hvoru. Það td hentar mér í dag að taka sukk stundum virðist sparka brennslunni hjá mér í gang

Solla 3.1.2014 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband