Að henda inn einni stuttri færslu

Jæja þá er best að viðurkenna að mataræðið gæti verið betra en er þó mjög gott! Helgarnar eru erfiðastar og á ég það soldið til að verða löt við að nenna að útbúa mér mat og jafnvel sleppi máltíðum... Ég er líka búin að vera veik og hálf slöpp undanfarið en það er allt að fara!

Næsta laugardag fer ég norður ásamt föngulegum hópi stúlkna frá Íslandsbanka að spila fótbolta! :D jíha! Við tókum æfingu á sunnudaginn og verð ég nú bara að segja að ég hef litlar áhyggjur af tapi :) Þó að sjálfsögðu ég hafi aldrei séð hin liðin og veit ekkert hvernig þær eru þá hef ég trölla trú á mínu liði :) Áfram við!

Útbrot.

Ég er einstaklega óheppin með húðina á mér varðandi það að ég fæ útbrot sem minna einna helst á exem. Ég hef tvívegis farið til húðsjúkdómalæknis út af þessum blettum og hafa báðir læknarnir sagt mér að þetta væri barna exem. Nú í þessu mataræði mínu hef ég verulega dregið úr mjólkuafurðum þó ég fái mér einstaka sinnum smá (en alls ekki á hverjum degi) sem er ekki frásögufærandi nema fyrir það að blettirnir eru að fara! Og einu skiptin sem þau blossa upp og mig klæjar er þegar ég fæ mér mjólkurvörur! Bein tenging? Það held ég. Ég mæli með því að fólk fari eftir whole30 og taki út allar mjólkurvörur til að athuga hvort það hafi einhver áhrif á líkamsstarfsemina hjá sér. Ef þú hefur t.d. verið með illt í liðamótum, illt í höfðinu, illt í maganum (aðallega þörmum) einhverja kvilla þá endilega að prófa þetta þó því mjólk getur haft ótrúlegustu áhrif á líkamann án þess að maður fatti það.

Matseðillinn í gær:

Brunch:

Hrærð 2 egg

3 sneiðar beikon

1 grænt epli

1 msk Walden Farms caramel sósa með eplinu

Kaffibolli með 1 tsk kókosolíu

Kaffi:

1 banani steikur upp úr kókosolíu

6 pecan hnetur

1 tsk kasjúsmjör

2 msk rjómi

Smá harðfiskur

AMIN.O

Kvöldmatur:

Grísarif

Steiktir sveppir

Sætar kartöflur

steikar snjóbaunir (já þessar baunir má samkvæmt whole30)


Erfiðara að blogga heldur en borða rétt!

Í dag er ég slöpp. Ekki veik með hita heldur meira svona tussuleg en ég borðaði samt rétt! Sem ég reyndar gerði ekki mikið af í gær... Við héldum upp á afmælið hans Hilmars í gær þar sem við buðum upp á nokkrar sortir af kökum (sem ég bakaði daginn áður sjúklega dugleg) og brauðrétti ásamt niðurskornu grænmeti með dýfu (átti að vera voðalega hollt fyrir mig til að narta í svo ég gæti verið með!) Viljinn var ekki sterkari en svo að ég smakkaði kökurnar sem ég bakaði en fékk mér svo eina sneið í lokinn. Ég var svo sem ekkert með brjálaðan móral yfir því af því ég er búin að vera að standa mig svo vel alla aðra daga fram að þessu (að undanskildu súkkulaði fíaskóinu).

 

Í dag fór ég í heilsufarsmælingu. Ég er búin að þyngjast um 3 heil kg frá því í fyrra (pjúra vöðvar! hlýtur að vera! eða þannig...) Sem er svo sem allt í lagi af því ég vissi það alveg og þessi 3 kg höfðu akkúrat engin áhrif á blóðsykur, blóðþrýsting, kólesteról eða hæð hjá mér :) Eina sem breyttist var BMI sem ég hef löngu ákveðið að henda út sem einhverskonar mælikvarða á heilsuástandi. 

Eins og einn þjálfarinn minn sagði:

"Besta leiðin til að mæla út hvort þú sért nógu sáttur með útlitið þitt er að standa nakinn fyrir framan spegil og hoppa"

-Ari Bragi Kárason

 

Fæðubótarefni:

AMIN.O Energy - ammínósýrur sem byggja upp vöðvana en einnig er koffein og grænt te í þessari blöndu sem á að gefa mann smá kick fyrir æfingu eða af því bara.

Herbó te - vatnslosandi og örvandi fínt í staðinn fyrir kaffi af og til af því maður blæs soldið út og þarf að kúka af kaffidrykkju

ALA - Alpha Lipoic Acid, hjálpar til við að losa líkamann við syndurefni og gefur mann orku boozt.

Heilsutvenna - basic lýsi og fjölvítamín

Prótein SCMX- ég er nánast hætt að taka þetta af því ég borða alveg kjöt 3x á dag og mikið af hnetum en það er fínt að grípa í þetta ef maður er latur. 

Glútamín - hjálpar til við uppbyggingu vöðva og gott til að fyrirbyggja rýrnun við æfingar (þ.e. ef þú tekur skóflu fyrir æfingu líka gott að taka beint eftir æfingu og eina fyrir svefninn)

Auka D-vítamín skammt  - sólskin úr dollu

Magnesíum og Kalk - verð eiginlega að taka þetta til að forðast sinadráttinn í fætinum og líka gott að taka kalkið ef maður sleppir mjólkurvörum og er ekki duglegur að borða mikið af grænu grænmeti :)

Þetta er svona það helsta sem ég tek þegar ég nenni ;)

 

 

Matseðill dagsins:

 

Morgunmatur: 

5 sneiðar beikon

herbó te

pecan hnetur 1/2 lúka

 

Hádegismatur:

Salat með balsamic dressingu

1 Egg

2 msk kasjúhnetur

heilsutvenna

herbó te

 

Kaffitími:

AMIN.O

1 rautt epli

ALA

 

Kvöldatur (óhefðbundið sökum slappleika)

Harðfiskur með smjöri

1 lúka möndlur


Vanda valið - dagur 7

Ég fékk mér boozt í morgunmat og komst að því að það er ekki nóg fyrir mig heldur þarf ég kjöt með. Ég þarf að borða kjöt minnst 3 sinnum á dag til að ná að viðhalda geðinu og ráðast ekki á nammið :) Ég fann fyrir þreytu í dag og harðsperrum í herðablöðunum þannig ég ákvað að mæta ekki á æfingu. Hefði kannski átt að drulla mér bara afstað en er algjörlega andlaus. Kannsi af því ég byrjaði daginn ekki með réttri fæðu

Það er líka gaman að segja frá því að ég skráði mig í vinnunni í fótboltalið Íslandsbanka fyrir mót fjármálafyrirtækja sem haldið verður á akureyri þann 25. janúar! Ég er ekki alveg viss um hvað ég er búin að koma mér út í enda mjög langt síðan ég hef sparkað í bolta og ég er mjög kvíðin fyrir öllum keppnum og mótum en ég held að þessi ferð verði bara mjög skemmtileg :D Hlakka til en kvíði líka :P

 

 

Morgunmatur:

 Boost: 6 möndlur, lúka kókos, 1/2 hámark, 1/2 banani, slatti af frosnum ananas og frosnum jarðaberjum.

Fékk mér svo 2 skinkusneiðar í vinnunni. Mama needed her some meat!

Herbó te

grænmetissafi nýkreistur ala Beta í vinnunni

 

Hádegismatur:

Salat með túnfisk og eggi toppað með vinagarette og kasjúhnetum

Heilsutvenna frá Lýsi

 

Kaffitími:

1 pylsa frá pylsumeistaranum

1 tsk majónes smá af dijon sinnepi blandað saman við

 

Kvöldmatur:

 Kjúklingabringa skorin í bita og steikt á pönnu uppúr OO toppað með vinagarette og pecan hnetum

Steiktir amerískir sveppir

Steiktar snjóbaunir

1/2 tómatur

DELICIOUS!

 

Nú er kominn lúllutími á litla kút ég lofa betri færslu á allra næstu dögum :)


Dagur 6 stutt og laggott

Fór á æfingu það var osom, var miklu betri í dag en í síðustu viku, svindlaði ekki neitt og er ótrúlega ánægð. Það rifjaðist samt upp fyrir mér í dag hvað ég var klikkuð í hugsun þegar ég keppti í fitness. Maður þarf alveg að hafa hausinn í lagi ef maður ætlar að keppa í því. Ég lít á myndirnar síðan þá og rifja upp hvernig ég hugsaði þegar ég var í þessu. Mér fannst ég aldrei nógu góð, fannst vanta uppá hitt og þetta var aldrei sátt síðan að "fitna" aftur eftir mót þá fannst mér ég vera orðin of feit og of þung og allt þar fram eftir götum. Ég hefði aldrei viðurkennt þetta þá en ég viðurkenni þetta núna þessvegna mun ég aldrei aftur keppa í fitness. Það bara hentar mér ekki. Ég að vísu gerði ekki neitt drastískt af mér eftir mót en ég man alveg eftir niðurtúrnum.

 

Crossfit og Paleo all the way jí ha! Mér finnst ennþá ógeðslega gaman að æfa crossfit! Búin að æfa næstum í 1 ár núna (ég tel með þessa 4 mánuði sem ég æfði að meðal tali bara 1 í viku) og elska þetta ennþá!

 

Matseðill dagsins:

 

Morgunmatur:

Bratwurst pylsaa

(1 egg harðsoðið

1 msk majónes

1/6 tsk paprikudut

dash af salt og pipar )Öllu innan svigans hrært saman í skál.

Kaffi með kókosolíu

 

Hádegismat:

Salat með olíu út á

Túnfisk

heilsutvenna

 

Kaffitími;

Herbó te

1 epli

 

Fyrir æfingu:

Amin.O

Eftir æfingu/ kvöldmatur:

2 bratwurst pylsur 

2 msk majónes

1 tsk sinnep úr dollunni

15 snjóbaunir


Helgin dagar 4 og 5

Úff hvað mér finnst helgarnar lang erfiðastar til að viðhalda ferlinu!

 Ég svindlaði einu sinni og skammast mín alveg ofan í rassgat fyrir það. Að maður skuli láta undan fyrir einn skitinn súkkulaðimola eða... 4... En það þýðir ekki að gefast upp! Ég er meðvituð um þetta og fyrsta skrefið er að viðurkenna mistökin en ekki afsaka þau! Þó ég hafi náð að afsaka þau fyrir mér með "það þarf enginn að vita þetta" kjaftæðinu þegar ég át þá. En ég var búin að lofa mér því þegar ég byrjaði þessu bloggi að ég ætlaði ekki að halda neinu aftur því þá væri enginn tilgangur með þessu. Bloggið heldur mér í skefjum ég hef alveg tekið eftir því.

 

Við vorum mikið á ferðinni í gær og ég var ekki búin að borða almennilegan hádegismat. Þá fékk ég mér skyndibita. Skyndibiti er ekki það sama og sveittur skyndibiti. Ég fór í krónuna og keypti mér Laxa tartar salat og pistasíu hnetur í poka. Auðvitað hefði ég alveg getað hugsað mér KFC eða Dominos en þegar maður er orðinn saddur þá skiptir hitt engu máli lengur, maður hefur ekki þörfina fyrir fæðu og heilinn hættir að hugsa um óhollustuna sem veitir skyndi orku. Meðal annarra staða sem eru með góða skyndibitafæðu er Ginger, Haninn, Saffran, Salatbarinn og margt margt fleira.

 

photo_1_1225555.jpg

 

Ég ákvað í dag að nýta tímann í búa til majónes og bernais sósu fyrir vikuna. Ég var svo utan við mig að ég klúðraði majónesinu í fyrstu tilraun þannig ég ætlaði bara að nota það í bernais sósu því grunnurinn er svipaður. Ég auðvitað náði að kekkja sósuna í pottinum í botninn þannig ég ætlaði bara að sigta sósuna frá en fattaði auðvitað ekki að setja skál undir! þannig sósan fór sigtuð ofan í vaskinn og ég fékk að hirða kekkina (sem enduðu samt líka í vaskinum). Ég byrjaði þó upp á nýtt á majónesinu og það tókst mjög vel! Heimagert majónes er svo 1000x betra en búðarkeypt mæli alveg með því! En svo útbjó ég einning bernais til að hafa með kvöldmatnum og eiga afgang fyrir vikuna en hún kláraðist :) 

 

 Matur helgarinnar:

 

Laugardagur:

Brunch:

Hrærð Egg

Beikon

Kaffi bolli

 

um 14:00

1 rautt epli

Toppur sítrónu

 

16:00 

Laxa tartar salat

Pistasíuhnetur

 

18:00

Harðfiskur með smjöri

Pistasíuhnetur

Bíóferð:

1 brúsi  Amin.O

 

Sunnudagur:

Hádegismatur:

 

4 molar súkkulaði :/

4 sneiðar beikon

1/2 kasjúbanana graut

 

Kaffitími:

prótein sjeik

hnetur

kaffibolli

1 mini paprika

 

Kvöldmatur:

Kjúklinga bringa með salt og pipar steikt upp úr Olívu olíu

2 msk Bernais sósa

1/2 sæt kartafla

1/2 scarlottu laukur

 

 Bernaissósu uppskrift:

 

2 eggjarauður

120g smjör

1/4 tsk salt

1/4 tsk hvítur pipar

1 tsk sítrónusafi

1 tsk sinnep þessi í krukkunni

1tsk terragon þurrkað.

 

photo_2_1225557.jpg

 

Setjið allt innihaldsefnið í skál nema smjör og terragon og pískið saman. Bræðið smjörið yfir lágum hita í potti þangað til það er allt í fljótandi formi. Hérna er gott að vera með aðstoðarmanneskju, setjið skálina í heitt vatnsbað og pískið á meðan annar hellir smjörinu í mjórri bunu frekar hátt fyrir ofan skálina. Þegar allt smjörið er komið út í þá ætti sósan að vera tilbúin! Setjið Terragonið í í lokin


Dagur 3 - Finn fyrir meiri orku eftir vinnudaginn!

Hvernig veit ég hvað ég er að gera?

 

Ég vil byrja á því að mæla með bókinni “It starts with food” þar er mjög góð samantekt á hvernig matur hefur áhrif á heilsu og orku. Þar er einnig mjög vel útskýrt næringagildi fæðu, hvaða áhrif hann hefur á hormónana í líkamanum, hvað ber að forðast og hvað þarf að hafa í huga. Ég hef ekki ennþá farið eftir þeim fræðum  en stefnan er tekin á febrúar, kannski ekkert svo vitlaust að taka whole30 í febrúar árlega, sjáum til hvernig þróast.

 

it_starts_with_food.jpg

            Ég var í fitnessþjálfun árið 2010 þar sem var mjög strangt og einhæft mataræði, hef ég fengið upplýsingar frá þjálfurum í crossfit, lesið mér mikið til á netinu og prófað sjálf ýmislegt. Að mínu mati verður hver og einn að finna hvað hentar sér best. Mér hefur fundist best að miða við paleo og velja/hafna hvað ég vil leyfa mér meðfram því. Eins og ég leyfi mér protein duft, pre workout efni, herbalife te, vítamíntöflur og mjög takmarkaðar mjólkuvörur (eiginlega bara smjör og rjóma í miklu hófi). Þetta á auðvitað bara við þegar ég er að byrja að taka til í mataræðinu en eftir 1 mánuð af þessu þá leyfi ég mér “nammidaga” sem ég mun útskýra betur þegar að því kemur.

            Mér finnst ekkert neitt rosalega gaman að fara í ræktina og æfa sjálf en fann út að hóptímar henta mér mjög vel. Að vísu er erfitt fyrir mig að hafa fasta tíma þar sem við hjónin eigum barn og maðurinn minn er með frekar sveigjanlega vinnutíma en við aðlögum okkur bara að því. Stundum þýðir það að ég þurfi að sleppa æfingum, mæta eldsnemma og jafnvel skipta um æfingastöð sem býður upp á tíma og aðstöðu sem henta fjölskyldulífinu betur. Þetta er allt spurning um skipulag og samkomulag. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

            Einnig hvað mataræðið varðar. Það er mjög gott að skipuleggja vikuna fyrirfram og jafnvel útbúa nesti ef þess þarf. Þegar ég var á fitnessmataræðinu (ALDREI AFTUR) þá útbjó ég nesti fyrir alla matartímana og tók með mér í skólann. Nú er ég hinsvegar komin í mjög góða vinnu sem býður starfsmönnum uppá heitan mat í hádeginu. Maturinn þar er ekki alltaf paleo vænn en þeir bjóða yfirleitt alltaf upp á salatbar með túnfiski og harðsoðnum eggjum sem hægt er að skipta út fyrir þann mat sem maður hefur tekið úr mataræðinu sínu, annars tekur maður bara með mat að heiman það er ekkert hundrað í hættunni að nesta sig upp með afanga frá kvöldinu áður. Með þessu er ég að benda á að gott er að fara yfir matseðil vinnustaðarins viku í senn og ganga úr skugga um að hægt sé að fá eitthvað annað í staðinn. Aldrei að sætta sig við eða afsaka sig með “það var ekkert annað í boði” það er ALLTAF eitthvað annað í boði.

 

Ég fór á fyrstu æfinguna í gær og o lordí hvað það var erfitt! Þegar ég var búin þá skalf ég og riðaði af orkuleysi. Þegar ég kom heim var mér orðið flökurt og lagðist upp í rúm til að jafna mig aðeins áður en ég rölti inn í eldhús til að fá mér fisk. Mér leið strax mun betur eftir að fá mér mat, mæli með því að maður næri sig vel eftir hverja æfingu helst af mat með háu hlutfalli af próteini.

            Dagur 2 í æfingum var hrikalega erfiður! Ég var með svo miklar harðsperrur síðan daginn áður en ég mætti samt og gerði bara eins og ég gat, mér leið samt eins og skítur að geta ekki gert betur en maður þarf að muna að góðir hlutir gerast hægt! Það er betra að halda áfram að mæta á æfingar þó maður sé þreyttur eða með harðsperrur af því maður getur alltaf skalað sig niður og tekið því aðeins rólegra heldur en maður gerði í sínu besta formi.  Ég vil samt taka það fram að það er nauðsynlegt að taka sér hvíldardag allavega 1x í viku.

 

 

Matseðill dagsins:

 

Morgunmatur

 

2 harðsoðin egg

4 sneiðar beikon

1 epli

Kaffi með kókosolíu

 

Hádegismatur:

 

Salat – kál- paprika – rauðlaukur – salsasósa – heimagert guacamole

100% hreint nautahakk

Vítamín  og bætiefni

 

Kaffitími:

(Hér miða ég við að borða 1.5 klt fyrir æfingu til að vera með næga orku)

 

Epli

Prótein sjeik

AMIN.O

 

 

Kvöldmatur:

 

Íslensk Kjötsúpa ommnommnomm

Sleppi auðvitað öllum kolvetnum

 

Mikið af lambakjöti

1 stór sæt kartafla

1 laukur helmingaður

heill poki af gulrótum

1 rófa

½ poki af þurrkuðu grænmeti

kjötkraftur eftur smekk

Slatta af vatni

 

photo.jpg

 

 

Kasjú banana bomba!

 

1 kúfuð (slurk) teskeið af kasjúsmjöri

1 banani

smá smjör

2 msk rjómi

Kanilduft

5 möndlur

5 kasjúhnetur

5 pekanhnetur (eða hvað sem er)

 

Skera banana niður í 0.5cm bita eins og þegar maður setur á brauðsneið, raða því í eldfast mót og setja mjög þunnar og litlar smjörklípur ofan á hvern bita. Síðan er tekið kanilduft og stráð yfir bananabitana. Setjið mótið inn í ofn á 200°C þangað til bananabitarnir eru farnir að karamellast. Ámeðan þetta er inni í ofni setjið í skál kasjúsmjörið, rjómann og mulnar hnetur og hrærið. Þegar bananarnir eru tilbúnir setjið þá ofan í skálina með mixtúrunni og hrærið þangað til þetta verður að graut. Verði ykkur að góðu! (Trúi því ekki sjálf hvað þetta er viðbjóðslega gott)

 

 


Dagur 2 - still good

Gærdagurinn fór ekki alveg eins og planað en við fórum í matarboð í staðinn fyrir að elda heima. Ég stóð samt við planið og át ekkert nema hreint lambakjöt með soði! Meðlætið var hrikalega girnilegt en því miður ekki paleovænt. Dósa ávextir í þeyttum rjóma, grænar baunir úr dós, laufabrauð og maizena brún sósa. Þess má geta að allt meðlætið er á BANNLISTA. Hinsvegar þurfti ég að bæta við grænmeti til að fullkomna máltíðina en það hálfpartinn gleymdist þegar ég kom heim og stuttu síðar fór bara að sofa.

   Ó þú yndislegi sykurdjöfull sem sefur aldrei, það var beiley´s frómas terta í eftirrétt sem ég þráði svo heitt að fá bara örlítið smakk, þessi yndislegi vel lyktandi eftirréttur. En nei, ég stóðst freistingarinnar og drakk vatnsglas. Ég verð að segja að þetta var mjög erfitt andlega og löngunin var mikil, um leið og ég var komin út úr húsinu og í bílinn var mun auðveldara að gleyma þessari tertu og freistingin hvarf. Out of sight out of mind!

 

photo_1_1225290.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagurinn í dag byrjaði bara nokkuð vel, ég vaknaði eldhress kl 08:00 og fékk mér morgunmat sem samanstóð af beikoni, eggjum og kaffi. Þar sem mér finnst kaffi mjög beiskt án mjólkur og of væmið með sætuefnum út í ákvað ég að fara eftir einu ráði sem samstarfsfélagi minn benti mér á. Eruði tilbúin fyrir gríðarlegt leyndarmál? Haldið ykkur fast því þetta mun sprengja hugann ykkar!

Kókosolía!

Jébb þið lásuð rétt kókosolía er guðdómleg út í kaffið. Fyrsti sopinn sem ég tók á ævi minni af kaffi með kókosolíu var frekar skrítinn en síðan varð þetta bara betra og betra með tímanum, ég mæli 100% með þessu ef þið getið ekki drukkið kaffi alveg svart en langar samt í paleovænt kaffi. Ég set næstum því 1 tsk út í kaffið og beiskjan er sama sem horfin (sjá mynd).

 photo_3-1_1225288.jpgphoto_2-1_1225287.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er fyrsti dagurinn minn í nýrri crossfitstöð. Ég hef þurft að bíta í það súra að fara frá yndislegu stöðinni minni crossfit Katla yfir í mjög spennandi crossfit Reykjavík. Ég mun mjög mikið sakna allra í Kötlu enda yndisleg stöð í alla staði með frábærum þjálfurum, æfingafélugum og geggjaðri aðstöðu en því miður þá þarf maður að aðlagast breyttum aðstæðum og vinna með lausnirnar sem eru í boði og besta leiðin til þess er að gera það með jákvæðu hugarfari og bros á vör :)

Matseðill dagsins:

Morgunmatur:

2 pönnusteikt egg (steikt upp úr OliveOil)

4 strimlar beikon steikt í ofninum

1 bolli kaffi með 1/2 tsk kókosolíu

Hádegismatur:

Fullur diskur af -> Kál, spínat, papriku, 5 svartar ólífur, fetaosti með olíu(lítið af osti) - parmesan ostur stráður yfir (lítið)

2 harðsoðin Egg

1 fjölvítamín, kalk + magnesíum, ALA (Alpha Lipoic Acid) og D-vítamín

 

photo_4-1_1225286.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kaffitími (1.5klt fyrir æfingu)

1 banani

25g prótein sjeik hrærður út í vatn

1 skófla Glútamín

pre workout (AMIN-O) (45mín fyrir æfingu) ég pissa svo mikið af þessu dóti.

Kvöldmatur beint eftir æfingu:

Fiskurinn sem átti að vera í gær og meðlætið með því :)

1 Skófla Glútamín fyrir svefninn.

Ég fer nánar út í fæðurbótarefnin sem ég nota í annari færslu. Stay tuned.

Góðar upplýsingar um hvað Whole30 snýst um:

http://crossfitreykjavik.is/index.php?option=com_content&view=article&id=10&Itemid=114

 

ps. ég virðist ekki getað sett myndirnar inn öðruvísi en á hlið!


Fyrsti dagurinn það sem eftir er af lífi mínu

Eins og flestir Íslendingar þá hef ég sett mér áramótaheit. Nýr og betri lífsstíll. Ég hef ekki áhuga á að einblína á vigtina, hætta að borða til að verða mjó eða mæta í ræktina 3x á dag til að fá six pakk. Ég hef ákveðið að strengja þess heit að lifa heilbrigðu líferni og hætta nánast öllu sukki (já ég er að reyna að vera raunsæ) þó ég nái ekki að halda út nema í 1 mánuð af lífi mínu, þetta geri ég til að auka orku og afkastagetu (þó að sjálfsögðu að 6 pakk sé guð velkomið líka og litið á sem plús)

 

   Þetta blog er þó ekki einungis gert til að monta mig á því hversu dugleg ég er heldur einnig til að deila uppskriftum, segja frá því hverju má búast við þar með talið niðurtúrinn sem gæti fylgt og gefa smá innsýn í þennan crossfit/paleo heim sem fólk er mjög duglegt að gagngrýna án þess að hafa lagt í það að prófa. Ég mun að sjálfsögðu setja inn fyrir og eftir myndir svo þið lesendur góðir getið séð hvaða áhrif paleo hefur á líkama og sál.

 

   Ég viðurkenni alveg að ég er ekki nýgræðingur í crossfit en mætti samt alveg fara að spýta í lófana og mæta oftar. Þess má þó geta að ég er ekki að taka 100% paleo heldur að styðjast við það í leit að heilbrigðum lífsstíl sem hentar mér sem ég mun vonandi síðan halda út í meira en þennan eina mánuð :)

 

Fyrsti dagurinn!

Ræs kl 10:00 af litlum skæruliða sem kleif upp úr rúmminu sínu og fór að bora í hausinn á mér með nýju borinni sem hann fékk í jólagjöf. Ég ætlaði nú að fara bara aftur að sofa af því betri helmingurinn fór með drenginn fram en aldrei þessu vant gat ég ekki sofnað fyrir hungri! Ég fór því á fætur og rölti fram í eldhús með það í huga að útbúa dýrindis hollan mat.

Það fyrsta sem blasti við mér var poki fullur af þristi. Ég ætlaði að seilast í súkkulaðimola eins og ég var vön að gera. Maður er farinn að fá sér súkkulaði í morgunmat í hugsanaleysi. Ég rankaði þó við mér og hætti við en stuttu seinna stóð ég mig að því að vera að teygja mig i súkkulaðið aftur algjörlega án þess að vera með hugann við það. Ég endaði á að henda pokanum inn í skáp af því augljóslega er klikkunin orðin svo mikil að maður tekur ekki eftir því að maður étur bara það sem er fyrir framan mann án þess að pæla í því.

  Hrærð egg, beikon, epli og banani varð fyrir valinu í morgunmat handa öllum. Góð byrjun á góðum degi. Ég hef þó tekið þá ákvörðun fyrir mig að leyfa mér herbalife te í staðinn fyrir kaffi. Herbalife te er eina herbalife varan sem ég nota og ég fýla það í botn.

 

  Svo ég snúi mér aftur að þessu með súkkulaðinu. Þegar ég hugsa til baka þá man ég að heilinn í mér er sér persóna alveg út af fyrir sig sem ber hagsmuni mína ekki fyrir brjósti sér. Heilinn fer á fullt af reyna að sannfæra mig að það sé allt í lagi að fá sér 1 súkkulaði mola, það gerir ekkert til, þú skokkar bara 10 mín auka til að brenna hitaeiningunum, þú getur alltaf byrjað upp á nýtt þú byrjar bara á lífsstílnum á morgun, hvað er einn dagur til eða frá. Einn verður að 2 tveir verða að 34. Þetta er það erfiðasta við að hætta að borða sætindi það er þessi litla rödd sem maður þarf að slökkva á sem er enginn hægðarleikur því þessi sykurdjöfull hefur stjórn á munnvatnsflæðinu og guð hjálpi þér ef þessi djöfull nær taki á aðstæðum.

 

Besta leiðin til að bæla niður rödd sykursatans er að borða reglulega, nógu mikið og rétt hlutföll af próteini á móti flóknum kolvetnum og fitu. Hér er matseðill dagsins:

 

Brunch:

3 egg hrærð og steikt á pönnu með smá kryddi

4 sneiðar beikon

1/2 epli

1/3 banani

Stórt glas af herbó te

 

Kaffi:

Prótein sjeik hrært saman við vatn

Stórt vatnsglas

1 epli

 

Kvöldmatur:

Þorskur í marineringu ofnbakaður

1/2 sæt kartafla

Salat - paprika - gúrka - tómatur - olífuolía - salt og pipar - balsamik edik

Marinering: Olífuolía - karrý - ferskt kóríander - 3 hvítlauksgeirar sneiddir.

 

Borða ekkert rosalega mikið í dag sökum hreyfingaleysis og að dagurinn byrjaði svo seint :) En þetta er þó ágætis byrjun.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband