Að henda inn einni stuttri færslu

Jæja þá er best að viðurkenna að mataræðið gæti verið betra en er þó mjög gott! Helgarnar eru erfiðastar og á ég það soldið til að verða löt við að nenna að útbúa mér mat og jafnvel sleppi máltíðum... Ég er líka búin að vera veik og hálf slöpp undanfarið en það er allt að fara!

Næsta laugardag fer ég norður ásamt föngulegum hópi stúlkna frá Íslandsbanka að spila fótbolta! :D jíha! Við tókum æfingu á sunnudaginn og verð ég nú bara að segja að ég hef litlar áhyggjur af tapi :) Þó að sjálfsögðu ég hafi aldrei séð hin liðin og veit ekkert hvernig þær eru þá hef ég trölla trú á mínu liði :) Áfram við!

Útbrot.

Ég er einstaklega óheppin með húðina á mér varðandi það að ég fæ útbrot sem minna einna helst á exem. Ég hef tvívegis farið til húðsjúkdómalæknis út af þessum blettum og hafa báðir læknarnir sagt mér að þetta væri barna exem. Nú í þessu mataræði mínu hef ég verulega dregið úr mjólkuafurðum þó ég fái mér einstaka sinnum smá (en alls ekki á hverjum degi) sem er ekki frásögufærandi nema fyrir það að blettirnir eru að fara! Og einu skiptin sem þau blossa upp og mig klæjar er þegar ég fæ mér mjólkurvörur! Bein tenging? Það held ég. Ég mæli með því að fólk fari eftir whole30 og taki út allar mjólkurvörur til að athuga hvort það hafi einhver áhrif á líkamsstarfsemina hjá sér. Ef þú hefur t.d. verið með illt í liðamótum, illt í höfðinu, illt í maganum (aðallega þörmum) einhverja kvilla þá endilega að prófa þetta þó því mjólk getur haft ótrúlegustu áhrif á líkamann án þess að maður fatti það.

Matseðillinn í gær:

Brunch:

Hrærð 2 egg

3 sneiðar beikon

1 grænt epli

1 msk Walden Farms caramel sósa með eplinu

Kaffibolli með 1 tsk kókosolíu

Kaffi:

1 banani steikur upp úr kókosolíu

6 pecan hnetur

1 tsk kasjúsmjör

2 msk rjómi

Smá harðfiskur

AMIN.O

Kvöldmatur:

Grísarif

Steiktir sveppir

Sætar kartöflur

steikar snjóbaunir (já þessar baunir má samkvæmt whole30)


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband