Helgin dagar 4 og 5

Úff hvað mér finnst helgarnar lang erfiðastar til að viðhalda ferlinu!

 Ég svindlaði einu sinni og skammast mín alveg ofan í rassgat fyrir það. Að maður skuli láta undan fyrir einn skitinn súkkulaðimola eða... 4... En það þýðir ekki að gefast upp! Ég er meðvituð um þetta og fyrsta skrefið er að viðurkenna mistökin en ekki afsaka þau! Þó ég hafi náð að afsaka þau fyrir mér með "það þarf enginn að vita þetta" kjaftæðinu þegar ég át þá. En ég var búin að lofa mér því þegar ég byrjaði þessu bloggi að ég ætlaði ekki að halda neinu aftur því þá væri enginn tilgangur með þessu. Bloggið heldur mér í skefjum ég hef alveg tekið eftir því.

 

Við vorum mikið á ferðinni í gær og ég var ekki búin að borða almennilegan hádegismat. Þá fékk ég mér skyndibita. Skyndibiti er ekki það sama og sveittur skyndibiti. Ég fór í krónuna og keypti mér Laxa tartar salat og pistasíu hnetur í poka. Auðvitað hefði ég alveg getað hugsað mér KFC eða Dominos en þegar maður er orðinn saddur þá skiptir hitt engu máli lengur, maður hefur ekki þörfina fyrir fæðu og heilinn hættir að hugsa um óhollustuna sem veitir skyndi orku. Meðal annarra staða sem eru með góða skyndibitafæðu er Ginger, Haninn, Saffran, Salatbarinn og margt margt fleira.

 

photo_1_1225555.jpg

 

Ég ákvað í dag að nýta tímann í búa til majónes og bernais sósu fyrir vikuna. Ég var svo utan við mig að ég klúðraði majónesinu í fyrstu tilraun þannig ég ætlaði bara að nota það í bernais sósu því grunnurinn er svipaður. Ég auðvitað náði að kekkja sósuna í pottinum í botninn þannig ég ætlaði bara að sigta sósuna frá en fattaði auðvitað ekki að setja skál undir! þannig sósan fór sigtuð ofan í vaskinn og ég fékk að hirða kekkina (sem enduðu samt líka í vaskinum). Ég byrjaði þó upp á nýtt á majónesinu og það tókst mjög vel! Heimagert majónes er svo 1000x betra en búðarkeypt mæli alveg með því! En svo útbjó ég einning bernais til að hafa með kvöldmatnum og eiga afgang fyrir vikuna en hún kláraðist :) 

 

 Matur helgarinnar:

 

Laugardagur:

Brunch:

Hrærð Egg

Beikon

Kaffi bolli

 

um 14:00

1 rautt epli

Toppur sítrónu

 

16:00 

Laxa tartar salat

Pistasíuhnetur

 

18:00

Harðfiskur með smjöri

Pistasíuhnetur

Bíóferð:

1 brúsi  Amin.O

 

Sunnudagur:

Hádegismatur:

 

4 molar súkkulaði :/

4 sneiðar beikon

1/2 kasjúbanana graut

 

Kaffitími:

prótein sjeik

hnetur

kaffibolli

1 mini paprika

 

Kvöldmatur:

Kjúklinga bringa með salt og pipar steikt upp úr Olívu olíu

2 msk Bernais sósa

1/2 sæt kartafla

1/2 scarlottu laukur

 

 Bernaissósu uppskrift:

 

2 eggjarauður

120g smjör

1/4 tsk salt

1/4 tsk hvítur pipar

1 tsk sítrónusafi

1 tsk sinnep þessi í krukkunni

1tsk terragon þurrkað.

 

photo_2_1225557.jpg

 

Setjið allt innihaldsefnið í skál nema smjör og terragon og pískið saman. Bræðið smjörið yfir lágum hita í potti þangað til það er allt í fljótandi formi. Hérna er gott að vera með aðstoðarmanneskju, setjið skálina í heitt vatnsbað og pískið á meðan annar hellir smjörinu í mjórri bunu frekar hátt fyrir ofan skálina. Þegar allt smjörið er komið út í þá ætti sósan að vera tilbúin! Setjið Terragonið í í lokin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband