Vanda valið - dagur 7

Ég fékk mér boozt í morgunmat og komst að því að það er ekki nóg fyrir mig heldur þarf ég kjöt með. Ég þarf að borða kjöt minnst 3 sinnum á dag til að ná að viðhalda geðinu og ráðast ekki á nammið :) Ég fann fyrir þreytu í dag og harðsperrum í herðablöðunum þannig ég ákvað að mæta ekki á æfingu. Hefði kannski átt að drulla mér bara afstað en er algjörlega andlaus. Kannsi af því ég byrjaði daginn ekki með réttri fæðu

Það er líka gaman að segja frá því að ég skráði mig í vinnunni í fótboltalið Íslandsbanka fyrir mót fjármálafyrirtækja sem haldið verður á akureyri þann 25. janúar! Ég er ekki alveg viss um hvað ég er búin að koma mér út í enda mjög langt síðan ég hef sparkað í bolta og ég er mjög kvíðin fyrir öllum keppnum og mótum en ég held að þessi ferð verði bara mjög skemmtileg :D Hlakka til en kvíði líka :P

 

 

Morgunmatur:

 Boost: 6 möndlur, lúka kókos, 1/2 hámark, 1/2 banani, slatti af frosnum ananas og frosnum jarðaberjum.

Fékk mér svo 2 skinkusneiðar í vinnunni. Mama needed her some meat!

Herbó te

grænmetissafi nýkreistur ala Beta í vinnunni

 

Hádegismatur:

Salat með túnfisk og eggi toppað með vinagarette og kasjúhnetum

Heilsutvenna frá Lýsi

 

Kaffitími:

1 pylsa frá pylsumeistaranum

1 tsk majónes smá af dijon sinnepi blandað saman við

 

Kvöldmatur:

 Kjúklingabringa skorin í bita og steikt á pönnu uppúr OO toppað með vinagarette og pecan hnetum

Steiktir amerískir sveppir

Steiktar snjóbaunir

1/2 tómatur

DELICIOUS!

 

Nú er kominn lúllutími á litla kút ég lofa betri færslu á allra næstu dögum :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband