Dagur 3 - Finn fyrir meiri orku eftir vinnudaginn!

Hvernig veit ég hvað ég er að gera?

 

Ég vil byrja á því að mæla með bókinni “It starts with food” þar er mjög góð samantekt á hvernig matur hefur áhrif á heilsu og orku. Þar er einnig mjög vel útskýrt næringagildi fæðu, hvaða áhrif hann hefur á hormónana í líkamanum, hvað ber að forðast og hvað þarf að hafa í huga. Ég hef ekki ennþá farið eftir þeim fræðum  en stefnan er tekin á febrúar, kannski ekkert svo vitlaust að taka whole30 í febrúar árlega, sjáum til hvernig þróast.

 

it_starts_with_food.jpg

            Ég var í fitnessþjálfun árið 2010 þar sem var mjög strangt og einhæft mataræði, hef ég fengið upplýsingar frá þjálfurum í crossfit, lesið mér mikið til á netinu og prófað sjálf ýmislegt. Að mínu mati verður hver og einn að finna hvað hentar sér best. Mér hefur fundist best að miða við paleo og velja/hafna hvað ég vil leyfa mér meðfram því. Eins og ég leyfi mér protein duft, pre workout efni, herbalife te, vítamíntöflur og mjög takmarkaðar mjólkuvörur (eiginlega bara smjör og rjóma í miklu hófi). Þetta á auðvitað bara við þegar ég er að byrja að taka til í mataræðinu en eftir 1 mánuð af þessu þá leyfi ég mér “nammidaga” sem ég mun útskýra betur þegar að því kemur.

            Mér finnst ekkert neitt rosalega gaman að fara í ræktina og æfa sjálf en fann út að hóptímar henta mér mjög vel. Að vísu er erfitt fyrir mig að hafa fasta tíma þar sem við hjónin eigum barn og maðurinn minn er með frekar sveigjanlega vinnutíma en við aðlögum okkur bara að því. Stundum þýðir það að ég þurfi að sleppa æfingum, mæta eldsnemma og jafnvel skipta um æfingastöð sem býður upp á tíma og aðstöðu sem henta fjölskyldulífinu betur. Þetta er allt spurning um skipulag og samkomulag. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

            Einnig hvað mataræðið varðar. Það er mjög gott að skipuleggja vikuna fyrirfram og jafnvel útbúa nesti ef þess þarf. Þegar ég var á fitnessmataræðinu (ALDREI AFTUR) þá útbjó ég nesti fyrir alla matartímana og tók með mér í skólann. Nú er ég hinsvegar komin í mjög góða vinnu sem býður starfsmönnum uppá heitan mat í hádeginu. Maturinn þar er ekki alltaf paleo vænn en þeir bjóða yfirleitt alltaf upp á salatbar með túnfiski og harðsoðnum eggjum sem hægt er að skipta út fyrir þann mat sem maður hefur tekið úr mataræðinu sínu, annars tekur maður bara með mat að heiman það er ekkert hundrað í hættunni að nesta sig upp með afanga frá kvöldinu áður. Með þessu er ég að benda á að gott er að fara yfir matseðil vinnustaðarins viku í senn og ganga úr skugga um að hægt sé að fá eitthvað annað í staðinn. Aldrei að sætta sig við eða afsaka sig með “það var ekkert annað í boði” það er ALLTAF eitthvað annað í boði.

 

Ég fór á fyrstu æfinguna í gær og o lordí hvað það var erfitt! Þegar ég var búin þá skalf ég og riðaði af orkuleysi. Þegar ég kom heim var mér orðið flökurt og lagðist upp í rúm til að jafna mig aðeins áður en ég rölti inn í eldhús til að fá mér fisk. Mér leið strax mun betur eftir að fá mér mat, mæli með því að maður næri sig vel eftir hverja æfingu helst af mat með háu hlutfalli af próteini.

            Dagur 2 í æfingum var hrikalega erfiður! Ég var með svo miklar harðsperrur síðan daginn áður en ég mætti samt og gerði bara eins og ég gat, mér leið samt eins og skítur að geta ekki gert betur en maður þarf að muna að góðir hlutir gerast hægt! Það er betra að halda áfram að mæta á æfingar þó maður sé þreyttur eða með harðsperrur af því maður getur alltaf skalað sig niður og tekið því aðeins rólegra heldur en maður gerði í sínu besta formi.  Ég vil samt taka það fram að það er nauðsynlegt að taka sér hvíldardag allavega 1x í viku.

 

 

Matseðill dagsins:

 

Morgunmatur

 

2 harðsoðin egg

4 sneiðar beikon

1 epli

Kaffi með kókosolíu

 

Hádegismatur:

 

Salat – kál- paprika – rauðlaukur – salsasósa – heimagert guacamole

100% hreint nautahakk

Vítamín  og bætiefni

 

Kaffitími:

(Hér miða ég við að borða 1.5 klt fyrir æfingu til að vera með næga orku)

 

Epli

Prótein sjeik

AMIN.O

 

 

Kvöldmatur:

 

Íslensk Kjötsúpa ommnommnomm

Sleppi auðvitað öllum kolvetnum

 

Mikið af lambakjöti

1 stór sæt kartafla

1 laukur helmingaður

heill poki af gulrótum

1 rófa

½ poki af þurrkuðu grænmeti

kjötkraftur eftur smekk

Slatta af vatni

 

photo.jpg

 

 

Kasjú banana bomba!

 

1 kúfuð (slurk) teskeið af kasjúsmjöri

1 banani

smá smjör

2 msk rjómi

Kanilduft

5 möndlur

5 kasjúhnetur

5 pekanhnetur (eða hvað sem er)

 

Skera banana niður í 0.5cm bita eins og þegar maður setur á brauðsneið, raða því í eldfast mót og setja mjög þunnar og litlar smjörklípur ofan á hvern bita. Síðan er tekið kanilduft og stráð yfir bananabitana. Setjið mótið inn í ofn á 200°C þangað til bananabitarnir eru farnir að karamellast. Ámeðan þetta er inni í ofni setjið í skál kasjúsmjörið, rjómann og mulnar hnetur og hrærið. Þegar bananarnir eru tilbúnir setjið þá ofan í skálina með mixtúrunni og hrærið þangað til þetta verður að graut. Verði ykkur að góðu! (Trúi því ekki sjálf hvað þetta er viðbjóðslega gott)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband