Fyrsti dagurinn það sem eftir er af lífi mínu

Eins og flestir Íslendingar þá hef ég sett mér áramótaheit. Nýr og betri lífsstíll. Ég hef ekki áhuga á að einblína á vigtina, hætta að borða til að verða mjó eða mæta í ræktina 3x á dag til að fá six pakk. Ég hef ákveðið að strengja þess heit að lifa heilbrigðu líferni og hætta nánast öllu sukki (já ég er að reyna að vera raunsæ) þó ég nái ekki að halda út nema í 1 mánuð af lífi mínu, þetta geri ég til að auka orku og afkastagetu (þó að sjálfsögðu að 6 pakk sé guð velkomið líka og litið á sem plús)

 

   Þetta blog er þó ekki einungis gert til að monta mig á því hversu dugleg ég er heldur einnig til að deila uppskriftum, segja frá því hverju má búast við þar með talið niðurtúrinn sem gæti fylgt og gefa smá innsýn í þennan crossfit/paleo heim sem fólk er mjög duglegt að gagngrýna án þess að hafa lagt í það að prófa. Ég mun að sjálfsögðu setja inn fyrir og eftir myndir svo þið lesendur góðir getið séð hvaða áhrif paleo hefur á líkama og sál.

 

   Ég viðurkenni alveg að ég er ekki nýgræðingur í crossfit en mætti samt alveg fara að spýta í lófana og mæta oftar. Þess má þó geta að ég er ekki að taka 100% paleo heldur að styðjast við það í leit að heilbrigðum lífsstíl sem hentar mér sem ég mun vonandi síðan halda út í meira en þennan eina mánuð :)

 

Fyrsti dagurinn!

Ræs kl 10:00 af litlum skæruliða sem kleif upp úr rúmminu sínu og fór að bora í hausinn á mér með nýju borinni sem hann fékk í jólagjöf. Ég ætlaði nú að fara bara aftur að sofa af því betri helmingurinn fór með drenginn fram en aldrei þessu vant gat ég ekki sofnað fyrir hungri! Ég fór því á fætur og rölti fram í eldhús með það í huga að útbúa dýrindis hollan mat.

Það fyrsta sem blasti við mér var poki fullur af þristi. Ég ætlaði að seilast í súkkulaðimola eins og ég var vön að gera. Maður er farinn að fá sér súkkulaði í morgunmat í hugsanaleysi. Ég rankaði þó við mér og hætti við en stuttu seinna stóð ég mig að því að vera að teygja mig i súkkulaðið aftur algjörlega án þess að vera með hugann við það. Ég endaði á að henda pokanum inn í skáp af því augljóslega er klikkunin orðin svo mikil að maður tekur ekki eftir því að maður étur bara það sem er fyrir framan mann án þess að pæla í því.

  Hrærð egg, beikon, epli og banani varð fyrir valinu í morgunmat handa öllum. Góð byrjun á góðum degi. Ég hef þó tekið þá ákvörðun fyrir mig að leyfa mér herbalife te í staðinn fyrir kaffi. Herbalife te er eina herbalife varan sem ég nota og ég fýla það í botn.

 

  Svo ég snúi mér aftur að þessu með súkkulaðinu. Þegar ég hugsa til baka þá man ég að heilinn í mér er sér persóna alveg út af fyrir sig sem ber hagsmuni mína ekki fyrir brjósti sér. Heilinn fer á fullt af reyna að sannfæra mig að það sé allt í lagi að fá sér 1 súkkulaði mola, það gerir ekkert til, þú skokkar bara 10 mín auka til að brenna hitaeiningunum, þú getur alltaf byrjað upp á nýtt þú byrjar bara á lífsstílnum á morgun, hvað er einn dagur til eða frá. Einn verður að 2 tveir verða að 34. Þetta er það erfiðasta við að hætta að borða sætindi það er þessi litla rödd sem maður þarf að slökkva á sem er enginn hægðarleikur því þessi sykurdjöfull hefur stjórn á munnvatnsflæðinu og guð hjálpi þér ef þessi djöfull nær taki á aðstæðum.

 

Besta leiðin til að bæla niður rödd sykursatans er að borða reglulega, nógu mikið og rétt hlutföll af próteini á móti flóknum kolvetnum og fitu. Hér er matseðill dagsins:

 

Brunch:

3 egg hrærð og steikt á pönnu með smá kryddi

4 sneiðar beikon

1/2 epli

1/3 banani

Stórt glas af herbó te

 

Kaffi:

Prótein sjeik hrært saman við vatn

Stórt vatnsglas

1 epli

 

Kvöldmatur:

Þorskur í marineringu ofnbakaður

1/2 sæt kartafla

Salat - paprika - gúrka - tómatur - olífuolía - salt og pipar - balsamik edik

Marinering: Olífuolía - karrý - ferskt kóríander - 3 hvítlauksgeirar sneiddir.

 

Borða ekkert rosalega mikið í dag sökum hreyfingaleysis og að dagurinn byrjaði svo seint :) En þetta er þó ágætis byrjun.

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband