Dagur 6 stutt og laggott

Fór á æfingu það var osom, var miklu betri í dag en í síðustu viku, svindlaði ekki neitt og er ótrúlega ánægð. Það rifjaðist samt upp fyrir mér í dag hvað ég var klikkuð í hugsun þegar ég keppti í fitness. Maður þarf alveg að hafa hausinn í lagi ef maður ætlar að keppa í því. Ég lít á myndirnar síðan þá og rifja upp hvernig ég hugsaði þegar ég var í þessu. Mér fannst ég aldrei nógu góð, fannst vanta uppá hitt og þetta var aldrei sátt síðan að "fitna" aftur eftir mót þá fannst mér ég vera orðin of feit og of þung og allt þar fram eftir götum. Ég hefði aldrei viðurkennt þetta þá en ég viðurkenni þetta núna þessvegna mun ég aldrei aftur keppa í fitness. Það bara hentar mér ekki. Ég að vísu gerði ekki neitt drastískt af mér eftir mót en ég man alveg eftir niðurtúrnum.

 

Crossfit og Paleo all the way jí ha! Mér finnst ennþá ógeðslega gaman að æfa crossfit! Búin að æfa næstum í 1 ár núna (ég tel með þessa 4 mánuði sem ég æfði að meðal tali bara 1 í viku) og elska þetta ennþá!

 

Matseðill dagsins:

 

Morgunmatur:

Bratwurst pylsaa

(1 egg harðsoðið

1 msk majónes

1/6 tsk paprikudut

dash af salt og pipar )Öllu innan svigans hrært saman í skál.

Kaffi með kókosolíu

 

Hádegismat:

Salat með olíu út á

Túnfisk

heilsutvenna

 

Kaffitími;

Herbó te

1 epli

 

Fyrir æfingu:

Amin.O

Eftir æfingu/ kvöldmatur:

2 bratwurst pylsur 

2 msk majónes

1 tsk sinnep úr dollunni

15 snjóbaunir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband