Erfiðara að blogga heldur en borða rétt!

Í dag er ég slöpp. Ekki veik með hita heldur meira svona tussuleg en ég borðaði samt rétt! Sem ég reyndar gerði ekki mikið af í gær... Við héldum upp á afmælið hans Hilmars í gær þar sem við buðum upp á nokkrar sortir af kökum (sem ég bakaði daginn áður sjúklega dugleg) og brauðrétti ásamt niðurskornu grænmeti með dýfu (átti að vera voðalega hollt fyrir mig til að narta í svo ég gæti verið með!) Viljinn var ekki sterkari en svo að ég smakkaði kökurnar sem ég bakaði en fékk mér svo eina sneið í lokinn. Ég var svo sem ekkert með brjálaðan móral yfir því af því ég er búin að vera að standa mig svo vel alla aðra daga fram að þessu (að undanskildu súkkulaði fíaskóinu).

 

Í dag fór ég í heilsufarsmælingu. Ég er búin að þyngjast um 3 heil kg frá því í fyrra (pjúra vöðvar! hlýtur að vera! eða þannig...) Sem er svo sem allt í lagi af því ég vissi það alveg og þessi 3 kg höfðu akkúrat engin áhrif á blóðsykur, blóðþrýsting, kólesteról eða hæð hjá mér :) Eina sem breyttist var BMI sem ég hef löngu ákveðið að henda út sem einhverskonar mælikvarða á heilsuástandi. 

Eins og einn þjálfarinn minn sagði:

"Besta leiðin til að mæla út hvort þú sért nógu sáttur með útlitið þitt er að standa nakinn fyrir framan spegil og hoppa"

-Ari Bragi Kárason

 

Fæðubótarefni:

AMIN.O Energy - ammínósýrur sem byggja upp vöðvana en einnig er koffein og grænt te í þessari blöndu sem á að gefa mann smá kick fyrir æfingu eða af því bara.

Herbó te - vatnslosandi og örvandi fínt í staðinn fyrir kaffi af og til af því maður blæs soldið út og þarf að kúka af kaffidrykkju

ALA - Alpha Lipoic Acid, hjálpar til við að losa líkamann við syndurefni og gefur mann orku boozt.

Heilsutvenna - basic lýsi og fjölvítamín

Prótein SCMX- ég er nánast hætt að taka þetta af því ég borða alveg kjöt 3x á dag og mikið af hnetum en það er fínt að grípa í þetta ef maður er latur. 

Glútamín - hjálpar til við uppbyggingu vöðva og gott til að fyrirbyggja rýrnun við æfingar (þ.e. ef þú tekur skóflu fyrir æfingu líka gott að taka beint eftir æfingu og eina fyrir svefninn)

Auka D-vítamín skammt  - sólskin úr dollu

Magnesíum og Kalk - verð eiginlega að taka þetta til að forðast sinadráttinn í fætinum og líka gott að taka kalkið ef maður sleppir mjólkurvörum og er ekki duglegur að borða mikið af grænu grænmeti :)

Þetta er svona það helsta sem ég tek þegar ég nenni ;)

 

 

Matseðill dagsins:

 

Morgunmatur: 

5 sneiðar beikon

herbó te

pecan hnetur 1/2 lúka

 

Hádegismatur:

Salat með balsamic dressingu

1 Egg

2 msk kasjúhnetur

heilsutvenna

herbó te

 

Kaffitími:

AMIN.O

1 rautt epli

ALA

 

Kvöldatur (óhefðbundið sökum slappleika)

Harðfiskur með smjöri

1 lúka möndlur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband